Heim

mánudagur, 1. september 2014 - 15:30

Frá því í febrúar hefur minna en 1% af heildarfjölda símtala borist eftir klukkan 16:00.

Við á skrifstofu Alþjóðaseturs höfum því ákveðið að hætta að bíða við símann og drífa okkur frekar heim til fjölskyldunnar.
 
Ef um neyðartilvik er að ræða getið þið ávallt hringt í neyðarsímann: 651-9300
 

Fimmtudagur, 22. maí 2014 - 9:30

Alþjóðasetur ehf. býður uppá túlkaþjónustu á 65 tungumálum!

Til þess að panta túlk, hringið í síma 530-9300 eða smellið á hnappinn PANTA TÚLK hér til hliðar.

Þriðjudagur, 25. febrúar 2014 - 13:00

Skrifstofa Alþjóðaseturs er nú flutt úr miðbænum nær bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Nýju heimilisfangi fylgir nýr opnunartími, en skrifstofa Alþjóðaseturs mun nú vera opin frá kl.08:00 á morgnana til kl.17:00 á kvöldin í stað þess að loka klukkan fjögur líkt og áður. Að öðru leyti mun starfsemi túlka- og þýðendaþjónustunnar haldast óbreytt.  Nýtt heimilisfang skrifstofunnar er: Garðsendi 13, 108 Reykjavík.  Hér erum við.
 

Fimmtudagur, 13. febrúar 2014 - 13:15

Meðlimir Túlkateymisins eru alltaf á höttunum eftir því að auka gæði þeirrar þjónustu sem við bjóðum uppá hjá Alþjóðasetri og drifu sig þess vegna núna á dögunum á samskiptanámskeið hjá TB ráðgjöf til þess að bæta samskiptahæfileika sína enn frekar. Á námskeiðinu var farið yfir ólík samskiptamunstur fólks og hvernig sama orðið getur haft ólíka merkingu í hugum tveggja einstaklinga.

Túlkunarteymið leitar stöðugt leiða til að auka gæði.
Þriðjudagur, 14. janúar 2014 - 14:00

Alþjóðasetur mun halda áfram þátttöku í evrópskum teymisverkefnum. Slík verkefni hafa aukið við gagnlega þekkingu á því sem varðar aðlögun innflytjenda á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Einnig hafa þau orðið til þess að efla aðra starfsemi hússins eins og íslenskukennslu og margvíslega fræðslustarfsemi. Þau er mikil lyftistöng fyrir starfsemina og hafa fært henni dýrmæt tengsl við stofnanir og starfsfólk í Evrópu sem fást við sambærileg verkefni. Almenna samfélagsaðstoð fyrir innflytjendur má nú nálgast hjá Reykjavíkurborg.