Túlkateymið

Margir af reyndustu túlkum landsins tóku höndum saman haustið 2013 og stofnuðu starfshóp með það að markmiði að auka gæði túlkaþjónustu og standa vörð um kjör túlka á Íslandi.
 
Hópurinn hefur hlotið starfsheitið „Túlkateymið“ og má sjá upplýsingar um meðlimi hans hér fyrir neðan.
 
Sem hluti af gæðastjórnunarferli félagsins hafa meðlimir Túlkateymisins allir skuldbundið sig að túlka einungis á vegum Alþjóðaseturs ehf. Þannig getur félagið betur ráðstafað tíma túlkanna og tryggt að viðskiptavinurinn fái þann besta túlk sem völ er á hverju sinni.

Ágúst Jin - Túlkateymi

Ágúst Jin - Túlkateymi

Tungumál: 

 • Kínverska

Ágúst fluttist til Íslands um haustið 2006 og útskrifaðist með M.S. í fjármálahagfræði frá HÍ 2009.  Hann hefur starfað sem túlkur frá árinu 2012 og hefur á þeim tíma öðlast reynslu við að túlka á heilsugæslum, leik- og grunnskólum, í bílprófum, samræmdum prófum, hjá lögreglu, starfsendurhæfingarsjóði, o.fl.

Daniela Rubianes - Túlkjateymið

Tungumál: 

 • Enska
 • Franska
 • Portúgalska
 • Spænska

Daniela hóf störf hjá Alþjóðasetri sem verktaki í túlkaþjónustu árið 2008. Nú sex árum síðar hefur hún gengið til liðs við skrifstofuna sem fastráðinn fulltrúi túlkaþjónustunnar.

Daniella útskrifaðist með BA gráðu á sviði á túlka- og þýðingarfræða og er að klára MA nám í Umhverfissjórnun núna í vor. Hún túlkar á milli íslensku, spænsku, ensku, portúgölsku og frönsku  og hefur einnig reynslu af tungumálakennslu. Daniela býr í 101 Reykjavík þar sem hún eyðir frístundum sínum í ballet, lestur og skrif.

María Priscilla Zanoria - Túlkateymi

María Priscilla Zanoria - Túlkateymi

Tungumál: 

 • Bisaya
 • Cebuano
 • Masbatenyo
 • Tagalog
 • Waray

Priscilla er fædd og uppalin á Filippseyjum en flutti til Íslands snemma á 10. áratugnum. Eftir komu sína til landsins stundaði hún nám í íslensku og varð fljótt  fyrsti samfélagstúlkur Íslands á filipísku. Priscilla býr í dag að meira en 12 ára starfsreynslu sem túlkur og hefur á þeim tíma einnig sinnt ræðismanna embætti Filippseyja hér á landi.

Redouane Adam Anbari - Túlkateymi

Tungumál: 

 • Arabíska
 • Enska
 • Franska

Redoune Adam er fæddur og uppalinn í Marokkó þar sem hann stundaði háskólanám í ensku við háskólann í Casablanca.

Hann hefur starfað sem túlkur í 7 ár á milli arabísku, frönsku, ensku og íslensku.

Á árunum 2009 til 2011 gengdi hann stöðu formanns Menningarseturs múslima á Íslandi og er í dag formaður Marokkóska-Íslenska félagsins.

Adam er giftur til 19 ára, á þrjú börn á táningsaldri og rekur pizzastaðinn Adam's Pizza í Grafarvogi.

Stefán Unnsteinsson - Túlkateymi

Stefán Unnsteinsson - Túlkateymi

Tungumál: 

 • Portúgalska

Stefán sneri aftur heim til Íslands árið 1990 eftir 16 ára dvöl í Portúgal. Hann hefur sinnt samfélagstúlkun hér á landi  í rúm 14 ár ásamt því að starfa í félagsþjónustu. Stefán býr í Reykjavík, á tvo syni og hefur mikinn áhuga á tónlist, bókmenntum og dýrum.

Vera Kalashnikova - Túlkateymi

Vera Kalashnikova - Túlkateymi

Tungumál: 

 • Rússneska
 • Úkraínska

Vera hefur starfað sem túlkur hjá Alþjóðasetri síðan árið 2008. Á þeim tíma hefur hún öðlast reynslu við túlkarnir á flest öllum sviðum fagsins; skólum og leikskólum, heilsugæslum og spítölum, lögreglu- og dómsmálum, o.fl. Vera hefur lokið námi í hagfræði og sjórnun í háskólanum í Donetsk (Úkraínu), og einnig í íslensku og viðskiptafræði (Reikningshald) við Háskóla Íslands. Vera á eina stelpu, býr í 220 Hafnarfirði og starfar einnig í sölu-  og samskiptadeild hjá G.Ingason Seafood

Waraporn Chanse - Túlkateymi

Waraporn Chanse - Túlkateymi

Tungumál: 

 • Tælenska

Waraporn hefur starfað sem túlkur á Íslandi frá árinu 2005, en hún lauk námi í samfélagstúlkun frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 2009. Áður hafði hún útskrifast úr Pattaya Business Administration College (PBAC) Thailand með stúdentspróf í bókhaldsfræðum (Vocational Certificate in Accounting). Waraporn er tveggja barna móðir og býr í Hafnarfirði.

Wieslawa Vera - Túlkateymi

Wieslawa Vera - Túlkateymi

Tungumál: 

 • Pólska

Vera er einn reyndasti túlkur Íslands með meira en 16 ára reynslu að baki.  Hún hefur starfað sem fastráðinn samfélagstúkur hjá Alþjóðasetri í rúm 3 ár ásamt því að sinna neyðarsíma túlkaþjónustu og þýðingaverkefnum frá bæði íslensku og ensku yfir á pólsku. Vera á uppkominn son og býr í 104 Reykjavík þar sem hún eyðir frítíma sínum í útivist og afslöppun.