Starfsfólk

Starfsheiti: 

Framkvæmdastjóri

Menntun: 

Stjórnmálafræði.

Netfang: 

Saga:
Alexander fæddist í Danmörku en flutti til Íslands strax sem ungabarn. Á unglingsárunum gerðist hann skiptinemi í Bandaríkjunum í tvö ár þar sem hann útskrifaðist með Highschool Diploma árið 2005.

Alexander  tók síðan við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðaseturs um haustið 2012 eftir að hafa menntað sig bæði í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og Stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Hann er giftur, á fjögur börn og býr í Reykjavík þar sem hann spilar körfubolta í frístundum.

Starfsheiti: 

Skrifstofustjóri

Menntun: 

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Netfang: 

Saga:
Guðbjörg Linda bjó 6 ár í Jóhannesarborg í Suður Afríku en flutti aftur til Íslands árið 1998. Hún hóf störf hjá Alþjóðasetri árið 2010 sem fulltrúi túlkaþjónustu en tók við starfi skrifstofustjóra að lokinni útskrift úr Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2013.

Sem skrifstofustjóri ber Linda m.a. ábyrgð á bókhaldi, uppgjöri, gerð ársreikninga, skattaskilum, launamálum, innheimtu og fjárhagsbókhaldi félagsins.

Linda er gift með 3 börn, býr í Reykjavík og stundar söngnám við tónlistarskólann FÍH í frístundum.

Starfsheiti: 

Verkefnastjóri túlkaþjónustu

Menntun: 

Tækniskólinn

Netfang: 

Saga:
Stefán flutti aftur til Íslands árið 2012 eftir 17 ára búsetu í Danmörku þar sem hann starfaði við ýmis þjónustustörf samhliða námi í nuddi og kínverskum nálastungum.

Hann tók við stöðu verkefnastjóra túlkaþjónustu Alþjóðaseturs snemma árs 2014 og hefur haft umsjón með umfangi túlkaþjónustunnar alla tíð síðar. 

Stefán er giftur og á þrjú uppkomin börn og býr í Kópavogi.

Starfsheiti: 

Verkefnastjóri

Menntun: 

Menntaskólinn við Tjörnina

Netfang: 

Sem ungur maður bjó Þorgeir í Bandaríkjunum og rataði þaðan í vinnu hjá Flugleiðum. Í tæp 30 ár sinnti hann ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustu en þáði síðan stöðu verkefnastjóra hjá Alþjóðasetri vorið 2016.

Þorgeir hefur sérstakan áhuga á íslenskri tungu og býr ásamt sambýliskonu sinni í Kópavogi þar sem hann eyðir frítíma sínum aðallega í lestur og skrif. Hann hefur einnig brennandi áhuga á íþróttum og á að baki feril sem HSÍ og KSÍ dómari.